Google Family Link er barnalæsingaforrit sem hjálpar þér að gæta að öryggi fjölskyldunnar á netinu. Fjölskyldur nota tæknina á ólíkan hátt svo við bjuggum til verkfæri fyrir þig til að finna jafnvægi og hjálpa til við að venja sig á heilbrigðar stafrænar venjur. Notaðu forritið til að sjá hvernig barnið þitt notar tækið sitt, skoða staðsetningu, stjórna aðgengisstillingum og fleira.
Með Family Link geturðu:
• Stillt takmörkun á skjátíma — finndu þann skjátíma sem er bestur fyrir barnið þitt. Family Link gerir þér kleift að stilla dagleg tímamörk, skólatíma- og hvíldartímaáætlanir fyrir tæki barnsins til að hjálpa því að finna heilbrigt jafnvægi.
• Stjórnaðu forritum barnsins þíns — veittu barninu þínu sveigjanleika í notkun forrita. Stilltu tímamörk fyrir ákveðin forrit og ótakmarkaðan tíma fyrir námsforrit eða forrit sem barnið notar reglulega. Þú getur einnig sett forrit á bannlista.
• Stjórnaðu því hvað barnið sér á netinu — stilltu barnalæsingu í Google-þjónustum á borð við Chrome, Google Play, YouTube og Leit. Family Link gerir þér kleift að setja óviðeigandi vefsvæði á bannlista, krefjast samþykkis fyrir nýjum forritum, stjórna heimildum forrita/vefsvæða og fleira.
• Gættu að öryggi reikningsins sem barnið þitt á — Family Link gerir þér kleift að stjórna reikningi og gagnastillingum barnsins. Þú getur hjálpað til við að breyta/endurstilla aðgangsorð barnsins, breyta persónuupplýsingum eða eyða reikningi þess ef nauðsyn krefur.*
*Börn sem hafa náð viðeigandi aldri geta stjórnað sínum eigin reikningi.
• Sjáðu hvar barnið þitt er — það er gagnlegt að geta fundið fjölskyldumeðlimi þegar þeir eru á ferðinni. Í Family Link finnurðu börnin þín á einu korti ef þau eru með tækið á sér.
• Fáðu tilkynningar og viðvaranir — Family Link sendir mikilvægar tilkynningar, t.d. um það hvenær barnið kemur á eða fer frá tilteknum stað. Þú getur einnig hringt í tæki og skoðað stöðu rafhlöðunnar.
Mikilvægar upplýsingar
• Verkfæri Family Link eru mismunandi eftir tæki barnsins. Sjá samhæf tæki á https://families.google/familylink/device-compatibility/
• Þótt Family Link hjálpi þér að hafa umsjón með kaupum og niðurhali barnsins þíns á Google Play þarf það ekki samþykki til að setja upp uppfærslur á forritum (þar á meðal uppfærslur sem veita auknar heimildir), forrit sem þú hefur áður samþykkt eða forrit sem hefur verið deilt í fjölskyldusafninu. Auk þess gildir samþykki fyrir kaupum aðeins þegar barnið kaupir í gegnum innheimtukerfi Google Play en ekki þegar keypt er í gegnum önnur innheimtukerfi. Foreldrar ættu að fara reglulega yfir uppsett forrit barnsins síns og heimildir forrita í Family Link.
• Þú ættir að fara vandlega yfir forrit í tæki barnsins sem er undir eftirliti og loka á þau sem þú vilt ekki að barnið noti. Athugaðu: það er ekki víst að þú getir lokað á sum foruppsett forrit (t.d., Play, Google).
• Til að sjá hvar tæki barnsins þíns er verður að vera kveikt á því, það þarf að hafa verið virkt nýlega og tengt við netið um farsímakerfi eða WiFi.
• Barnalæsingar Family Link eru aðeins í boði fyrir Google-reikninga undir eftirliti. Google-reikningar undir eftirliti veita börnum aðgang að Google-vörum á borð við Leit, Chrome og Gmail og foreldrar geta sett stafrænar grunnreglur til að hafa eftirlit með þeim.
• Þótt Family Link bjóði upp á verkfæri til að stjórna upplifun barnsins á netinu og gæta að netöryggi þess þýðir það ekki að netið sé öruggt. Family Link ræður ekki hvaða efni er á netinu en það gefur þér verkfæri til að ákveða hvernig barnið þitt ver tíma sínum í tækinu og velja bestu leiðina að netöryggi fyrir fjölskylduna þína.